Vefsíðuhönnun

Guðmundur Jón Guðjónsson
gjg(a)tskoli.is

Guðmundur heiti ég og kenni vefsíðugerð og vefhönnun á tölvubraut Upplýsingatækniskólans. Áfangarnir sem ég kenni eru skammstafaðir með eftirfarandi hætti:

VEFÞ1VG05AU

VEFÞ1 er grunnáfangi í vefsíðugerð og mikilvæg undirstaða undir vefforritun. Farið er í grunnatriði viðmótshönnunar og áhersla er lögð á HTML ritun, CSS stílsíður og myndvinnslu. Hver þessara þátta er tekinn sérstaklega fyrir og sýnt er hvernig samspil þeirra stuðlar að vandaðri framsetningu.

VEFÞ2VH05AU

Vefhönnun. Farið er í að hanna vef sem er sveigjanlegur (Responsive Web Design), oft nefndir snjallvefir. Til þess notum við aðalega ívafsmál (HTML) og stílsnið (CSS3). Hvernig er hægt að lífga upp á vefsíður með því að láta form bregðast vali notenda. Skoðað er hvernig hægt er að nota vefumsjónartól til að leggja grunn að góðum vef.

VEFÞ2VF05BU

Vefforritun. Í áfanganum eru grunnatriði vefforritunar kynnt. Farið er í miðlara/biðlara uppbyggingu vefsíðna, samskipti þeirra og hlutverk hvers hluta. Nemendur vinna að smíði vefja með miðlaramáli. Lögð er áhersla á málfræði og endurnýtni á kóða í gerð vefja.

Grunnnám tölvubrautar
Forritun Vefþróun Gagnasöfn Tölvutækni
1 önn FORR1FG05(AU) VEFÞ1VG05(AU) GAGN1NG05(AU) KEST1TR05(AU)
2 önn FORR2FA05(BU) VEFÞ2VH05(BU) GAGN2HS05(BU) KEST2VJ05(BU)
3 önn FORR2HF05(CU) VEFÞ2VF05(CU) GAGN2VG05(CU) KEST2UN05(CU)

Sjá Heildaryfirlit yfir nám tölvubrautar til stúdentsprófs.

Nemendur vinna verkefni áfangans á eigin vefþróunarsvæði og skila öllum verkefnum í verkefnageymslu á github sem kennari áfangans úthlutar nemendum

Á námsnet Tækniskólans INNU eru lögð fyrir Verkefni og þar er einnig lesefni lagt inn á Efni. Nemendur staðfesta verkefnaskil á Námsnetinu eins og beðið er um í verklýsingum.